Sarpur | júní, 2015

2938

15 Jún

Gamall maður sat á bekk í Kringlunni þegar ungur maður með hanakamb settist hjá honum. Hárið hans var gult og grænt með appelsínugulum og purpuralituðum strípum. Hann var með málaðar augabrúnir. Gamli maðurinn starði í forundran á unga piltinn í nokkrar mínútur.

Strákurinn varð órólegur og spurði þann gamla: „Hvað er þetta eiginlega, hefur þú aldrei gert neitt villt um dagana?“

Gamli maðurinn svaraði: „Jú reyndar, ég datt einu sinni hressilega í það og hafði kynmök við páfagauk. Ég var bara að velta því fyrir mér hvort þú gætir verið sonur minn.“

Auglýsingar

2937

14 Jún

90 ára gamall maður var í árlegri læknisskoðun og læknirinn spurði hann hvernig hann hefði það.

„Mér hefur aldrei liðið betur. Nýja konan mín er 18 ára og hún gengur með fyrsta barnið okkar!“

Læknirinn hugsaði um þetta eitt augnablik og sagði svo: „Einu sinni var maður sem var mjög ákafur skotveiðimaður, hann sleppti aldrei neinu veiðitímabili. Dag einn var hann á mikilli hraðferð og hann greip með sér regnhlíf í staðin fyrir riffilinn sinn. Þegar hann var kominn langt inn í skóginn þá gengur hann fram á stóran og grimman skógarbjörn. Hann miðar á hann með regnhlífinni og bang,  björninn dettur niður dauður!“

„Það er óhugsandi,“ sagði gamli maðurinn, „einhver annar hlýtur að hafa skotið hann.“

„Já – það er nú eiginlega það sem ég var að reyna að segja,“ svaraði læknirinn.

2936

12 Jún

Jón er á gangi þar sem Kyrrahafið skolar fjörusanda Kaliforníu þegar hann hrasar um gamalt lampahró. Hann tekur lampann upp og stýkur af honum óhreinindin. Óðar birtist andi sem segir: Allt í lagi, allt í lagi – þú losaðir mig úr lampanum. Hvað með það – !! Þetta er nú í fjórða sinnið í þessum mánuði sem ég er dreginn úr lampanum og ég er orðinn leiður á þessu óska-veseni. Það er af og frá að þú fáir þrjár óskir. Allt og sumt sem þú getur fengið er ein ósk!

Jón hjaðnar niður – en fer svo að hugsa sig um. Loks segir hann: Mig hefur alltaf langað svo mikið að fara til Hawaii. Hins vegar er ég svo flughræddur að ég get alls ekki farið með flugvél. Ég er líka svo sjóveikur að það getur ekki gengið að fara þangað með skipi. Gætirðu kannski byggt fyrir mig brú svo ég geti ekið þangað með konuna og börnin í sumarleyfinu?

Andinn hlær að honum og segir: Vertu raunsær, maður! Þetta er ómögulegt! Hugsaðu aðeins um hvað þarf til! Ímyndaðu þér hvílík ósköp þyrftu af steypu og stáli! Veistu hve Kyrrahafið er djúpt? Nei, – finndu þér einhverja skynsamlega ósk.

Nú verður Jón hljóður en hugsar svo drykklanga stund. Loks segir hann: Ég hef verið giftur fjórum konum sem allar hafa skilið við mig. Þær hafa sagt við mig að ég skildi þær ekki. Mér mundi þykja mjög til bóta að skilja pínulítið í konum, – geta áttað mig á hvað er að þegar þær segja bara að maður viti það – en maður hefur ekki hugmynd um það, vita hvað þær eru að hugsa þegar þær setja á mann þagnarmúrinn og hvernig yfirleitt er hægt að gera þeim til geðs.

Þá segir andinni: Akreinarnar – viltu tvær eða fjórar?