Sarpur | apríl, 2015

2935

12 Apr

Eldri kona fór til læknis og kvartaði undan hnignandi kyngetu eigimanns síns.

„Hvað með að prófa Viagra?“ spurði læknirinn?

„Hann myndi aldrei taka í mál að gleypa svoleiðis pillur“, sagði konan.

„Nú, þá laumarðu bara einni pillu í kaffið hans, hann tekur ekkert eftir því og gleypir pilluna án þess að vita af því. Og sannaðu til, árangurinn mun ekki láta á sér standa.“

Læknirinn sagði henni að hafa samband við sig eftir viku til að segja hvernig til hefði tekist og það gerði konan.

„Jæja, hvernig gekk?“ spurði læknirinn.

„Alveg hræðilega!“ sagði konan.

„Nú, hvað gerðist?“

„Eins og þú ráðlagðir mér þá setti ég pillu í kaffið hans og áhrifin voru mjög skyndileg. Hann rauk á fætur, reif mig úr fötunum, fleygði mér upp á borðið og tók mig.“

„Jæja“, sagði læknirinn, „ég heyri ekki betur en þetta hafi bara virkað alveg prýðilega. Hvað var þá svona hræðilegt?“

Þá svaraði konan:
Ég get get aldrei látið sjá mig á uppáhaldskaffihúsinu mínu aftur!“

Auglýsingar