Sarpur | nóvember, 2014

2934.

6 Nóv

Jónas og Magga höfðu verið gift í bráðum 40 ár.

Dag einn keypti Jónas sér ný kúrekastígvél. Hann klæddi sig í þau í búðinni og flýtti sér heim til sín til að sýna Möggu þau.

„Tekurðu eftir einhverju óvenjulegu?“ spurði hann Möggu

Magga horfði á hann og sagði loks: „Nei“.

Jónas fór inn á baðherbergi, klæddi sig úr öllum fötunum nema stígvélunum, kom svo allsnakinn fram í stígvélunum og spurði Möggu: „Tekurðu núna eftir einhverju óvenjulegu?“

Magga virti hann vel fyrir sér og sagði svo: „Hvað er óvenjulegt við þig? Hann lafir á þér í dag eins og hann gerði í gær og ég er viss um að hann á eftir að lafa á morgun líka.“

„Veistu af hverju hann lafir svona?“ spurði Jónas.

„Nei“, sagði Magga.

„Hann lafir svona af því að hann er að dást að nýju stígvélunum mínum“.

„Jónas,“ sagði Magga, „þú hefðir átt að kaupa þér hatt.“

Auglýsingar