Sarpur | maí, 2014

2933.

22 Maí

Íslenskur karlmaður giftist rússneskri konu. Þau bjuggu í Reykjavík, sambúð þeirra var góð, en á fyrstu dögunum lenti konan í nokkrum tungumálaerfiðleikum.

Dag einn fór hún út í búð til að kaupa kjúklingavængi. Hún reyndi að gera sig skiljanlega með því að gagga eins og kjúklingur og hreyfa hendurnar eins og vængi. Það tókst og afgreiðslumaðurinn lét hana fá kjúklingavængi.

Nokkrum dögum síðar fór konan aftur út í búð, nú til þess að kaupa kjúklingabringur. Hún reyndi að gera sig skiljanlega með því að gagga eins og kjúklingur. Svo hneppti hún peysunni frá sér og sýndi afgreiðslumanninum bringuna á sér. Það tókst og afgreiðslumaðurinn lét hana fá kjúklingabringur.

Í næsta sinn sem konan fór í búðina ætlaði hún að kaupa pylsur. Henni datt enginn látbragðsleikur í hug, þannig að hún tók manninn sinn með sér.

Og hvað heldurðu að hafi gerst næst?

Maðurinn hennar talaði íslensku!

Auglýsingar

2932.

8 Maí

Væskilslegur gamall maður sat og borðaði inni á veitingastað þegar þrír leðurklæddir mótorhjólatöffarar ruddust inn á staðinn. Sá fyrsti gekk upp að gamla manninum, tók sígarettu úr munninum, drap í henni í kökusneið gamla mannsins og settist hjá honum við borðið.

Annar gekk að manninum, hrækti í mjólkurglas mannsins og settist hjá honum við borðið.

Sá þriðji gekk að manninum, henti matardisknum hans niður á gólfið og settist hjá honum við borðið.

Án þess segja nokkuð stóð maðurinn upp frá borðinu og gekk út af veitingastaðnum.

Skömmu síðar sögðu mótorhjólatöffararnir við þjónustustúlkuna: „Þetta var nú meiri auminginn.“

„Já,“ sagði þjónustustúlkan. „Svo er hann líka ömurlegur vörubílstjóri. Þegar hann fór áðan bakkaði hann vörubílnum yfir þrjú mótorhjól hérna fyrir utan.

2931.

6 Maí

Hvernig fara Hafnfirðingar að því að falsa 5 kall?

Jú, þeir klippa utan af 10-kalli!

2930.

5 Maí

Hafnfirðingur var einu sinni á skemmtun hjá búktalara sem þóttist vera grínisti og sagði tuttugu Hafnfirðingabrandara í röð.

„Heyrðu,“ sagði Hafnfirðingurinn og stóð upp úr sæti sínu, „ég er orðinn mjög móðgaður yfir öllum þessum bröndurum. Við erum alls ekki eins vitlausir og þú vilt vera láta.“

„Gerðu svo vel að setjast niður og vera rólegur,“ sagði búktalarinn. „Þetta er bara grín og það þýðir nú ekki að segja mér að Hafnfirðingar hafi ekki smekk fyrir því.“

„Ég er ekki að tala við þig,“ sagði Hafnfirðingurinn. „Ég er að tala við litla náungann sem situr á hnénu á þér.“

2929.

4 Maí

Hvernig þekkir maður Hafnfirðing á olíuborpalli?

Hann er sá eini sem reynir að gefa þyrlunni brauðmola.

2928.

3 Maí

Hafnfirðingur nokkur hafði keypt fyrsta spegilinn sinn og var að nota hann við að raka sig. Spegillinn féll niður á gólfið en til allrar hamingju brotnaði hann ekki. Þegar hann leit niður og sá andlit sitt í speglinum varð honum að orði:

„Það er ekki að spyrja að heppninni hjá mér. Ég var að kaupa mér nýjan spegil og nú er ég búinn að skera af mér hausinn.“

2927.

2 Maí

Smiðirnir voru að taka upp nestið sitt í hádeginu. Steini prestsins tók upp eintómar samlokur og tautaði í barm sinn:

„Oj, bara – kæfa, oj, bara – ostur, oj, bara – síld“

Maggi vinur hans gat ekki orða bundist:

„Af hverju biður þú ekki konuna þína að hafa eitthvað betra álegg á brauðinu?“

„Konuns mína?“ sagði Steini. „Ég á enga konu. Ég tek nestið til sjálfur.“