Sarpur | apríl, 2014

2925.

30 Apr

Leiðsögumaðurinn var að sýna hópi ferðamanna úr Hafnarfirði Péturskirkjuna í Róm.

„Sjáið þessa málningu í loftinu. Það tók sex menn átta ár að ljúka henni.“

„Þessu trúi ég.“ sagði ein frúin. „Við eigum við samskonar vandamál að stríða með iðnaðarmennina heima.“

Auglýsingar

2924.

29 Apr

Tveir menn voru að rífast um þekkingu tiltekins sagnfræðings.

„Það fer ekkert á milli mála,“ sagði annar þeirra, „að fáir hafa kafað jafn djúpt í brunn þekkingar og visku.“

Hinn svaraði: „Og komið jafn þurrir upp!“

2923.

28 Apr

Kona horfði með fyrirlitningu á drykkjumann sem lá utan í húsvegg:

„Ég skil ekki hvernig menn geta haft ánægju af því að breyta sér í skepnur!“

Drykkjumaðurinn svaraði: „Það er til að losna við þá áþján að vera maður!“

2922.

27 Apr

Guðmundur Árni hélt jómfrúarræðu sína á þinginu. Þingfréttaritari einn spurði gamalreyndan þingmann um álit hans á ræðunni.

„Jú,“ svaraði þingmaðurinn, „hann á eftir að komast langt. Hann trúir hverju orði sem hann segir.“

2921.

26 Apr

Fyrir nokkrum árum var klerkur einn sem jafnframt var formaður stjórnar sparisjóðsins í Hafnarfirði. Dag einn hélt presturinn fund í sparisjóðnum. Rekstrartölurnar sýndu neikvæða þróun og presturinn blótaði afkomunni í sand og ösku.

Einn fundarmanna sagði stillilega: „Ég er nú ekki vanur að heyra prest nota svona orðbragð…“

Presturinn svaraði að bragði: „Það er formaður sparisjóðsins sem bölvar, ekki klerkurinn.“

Annar fundarmanna sagði þá hratt: „Ef formaður sparisjóðsins fer til helvítis, hvað verður þá um klerkinn?“

2920.

25 Apr

Það óhapp varð ekki fyrir löngu að vörubílstjóri úr Hafnarfirði rak pallinn á bílnum sínum í rafmagnslínu á Suðurnesjum með þeim afleiðingum að rafmagnslaust varð á svæðinu talsverðan tíma.

Þegar ljóst var hvað hafði gerst komu að rafmagnseftirlitsmenn. Hafnfirski vörubílstjórinn innti þá eftir því hversu mikil spenna hefði verið á línunni. Þegar honum hafði verið svarað, spurði hann:

„Þrjátíu og þrjú þúsund volt – er það mikið?“

2919.

24 Apr

Mundi gekk fram hjá rófugarði í Hafnarfirði þar sem tengdamóðir hans var að taka upp.

„Ætlarðu að vera lengi að enn?“ spurði hann.

„Ég verð eina tvo til þrjá tíma,“ sagði sú gamla.

„Fínt,“ sagði Mundi. „Þá liggur ekkert á að setja upp fuglahræðuna.“