Sarpur | september, 2013

2917.

23 Sep

Dag einn sagði Adam við Guð: „Drottinn, ég er með vandamál.“

„Hvað er að?“ Spurði Guð.

„Drottinn, þú skapaðir mig og þennan fallega garð og þessi fallegu dýr, en ég er samt ekki ánægður.“

„Hvernig má það vera?“ spurði Guð.

„Ég er einmana.“ svaraði Adam.

„Jæja.“ svaraði Guð. „Ég kann lausnina á því. Ég bý bara til konu handa þér.“

„Hvað er kona?“

„Þessi kona verður gáfaðasta, umhyggjusamasta og fallegasta vera sem ég hef búið til. Hún verður svo gáfuð að hún veit hver vandi þinn er áður en þú segir henni frá því. Hún verður svo umhyggjusöm að hún veit alltaf í hvaða skapi þú ert og reynir alltaf að vera góð við þig og gleðja þig. Fegurð hennar skín frá henni hvernig sem liggur á henni og hún gerir auðvitað allt sem þú biður hana um.“
„Vá, þetta hljómar mjög vel.“ segir Adam.

„En þú þarft að borga mér fyrir hana.“ segir Guð.

„Hvað kostar hún?“

„Hún kostar einn hægri handlegg, einn vinstri fót, eitt auga, eitt eyra og fimm rifbein.“

Adam tekur sér góðan umhugsunartíma og segir loks við guð: „En hvað fæ ég fyrir eitt rifbein?“

Auglýsingar

2916.

22 Sep

Maður hringir heim til sín.

Þjónninn hans svarar í símann.

„Má ég tala við konuna mína?“ spyr maðurinn.

Þjónninn svarar: „Nei, hún er uppi í svefnherbergi með kærastanum sínum.“

„Farðu þá inn á skrifstofuna mína, náðu í byssuna og skjóttu þau bæði.“ Segir maðurinn reiður.

Þjónninn þorir ekki annað en að hlýða. Fimm mínútum síðar kemur hann aftur í símann og segir: „Jæja, hvað á ég svo að gera við líkin?“

Maðurinn svarar: „Hentu þeim út í sundlaugina. Ég skal sjá um þau þegar ég kem heim.“

„En herra minn,“ segir Þjónninn, „við eigum ekki sundlaug.“

„Er þetta ekki örugglega í síma 555 6565?“ Spyr maðurinn.

2915.

21 Sep

Maður kemur inn í apótek, kaupir smokka og gengur síðan út, skellihlæjandi. Apótekaranum finnst þetta nú skrítið, en það er víst ekki hægt að banna fólki að kaupa smokka. Kannski er þetta allt í lagi.

Daginn eftir kemur maðurinn aftur inn í apótekið, kaupir annan pakka af smokkum og gengur út hlæjandi. Nú er þetta farið að vekja forvitni apótekarans, sem hugsar: „Hvað er svona fyndið við að kaupa smokka?“ Því næst biður hann einn afgreiðslumann um að elta manninn ef að hann kemur aftur.

Og viti menn! Maðurinn kemur aftur, kaupir smokka og fer hlæjandi út. Afgreiðslumaðurinn fer út og eltir hann. Klukkustund síðar kemur afgreiðslumaðurinn aftur.

„Jæja, hvert fór hann?“ spyr apótekarinn.

„Heim til þín.“ Segir afgreiðslumaðurinn.

2914.

20 Sep

Viðskiptajöfur fór í helgarferð til Vegas í fjárhættuspil. Hann tapaði öllu nema 50 kalli og hálfum flugmiðanum sínum. Ef hann kæmist á flugvöllinn myndi hann koma sér heim. Hann fór því út úr spilavítinu og inn í leigubíl sem var þar fyrir utan. Hann útskýrði aðstæður sínar fyrir leigubílstjóranum og lofaði að senda honum pening þegar hann væri kominn heim. Hann bauð honum einnig númer af öllum greiðslukortunum sínum, en allt kom fyrir ekki.

Leigubílstjórinn sagði bara: „Ef þú átt ekki 1000 kall, drullaðu þér þá út úr bílnum.“ Þannig að vinur okkar varð að húkka sér far á flugvöllinn.

Ári síðar var viðskiptajöfurinn búinn að endurheimta meirihlutann af peningunum sínum og fór aftur til Vegas í fjárhættuspil. Í þetta skipti gekk honum mun betur. Að spilinu loknu fór hann út í leigubíl til að fara aftur út á flugvöll. En hvern skildi hann hafa séð, annan en leigubílstjórann sem neitaði honum um far fyrir einu ári.

Nú skildi vinur vor sko hefna sín. Hann fór inn í fyrsta leigubílinn sem var í röðinni og spurði bílstjórann: „Hvað kostar far út á flugvöllinn?“

„1000 kall.“ var svarið.

„En hvað viltu borga mér fyrir að hafa mök við mig á leiðinni?“ spurði viðskiptajöfurinn.

„Hvað!!!!??? Komdu þér út eins og skot!!!!!“

Þetta endurtók jöfurinn í hverjum einasta bíl þangað til hann kom inn í seinasta bílinn, en þar var bílstjórinn sem hafði neitað honum um far.

Vinur okkar spurði hann: „Hvað kostar far út á flugvöll?“

„1000 kall“ svaraði bílstjórinn og jöfurinn rétti honum 1000 kall.

Þegar þeir keyrðu framhjá hinum leigubílunum brosti vinur okkar framan í alla hina bílstjórana með sælusvip og sýndi þeim þumalputtana.

2913.

19 Sep

Forvitinn ferðamaður var á leiðinni til útlanda í flugvél. Allt í einu þurfti hann að skreppa á klósettið. Hann fer á kamarinn og sest þar niður. Allt í einu tekur hann eftir litlum rauðum takka sem á stendur „A.T.R only for women.“ Ferðamaðurinn forvitni hafði aldrei tekið eftir þessum takka í öðrum flugvélum svo að hann ákvað að prófa og sjá hvað myndi gerast ef hann ýtti á takkann. Og hann ýtir og svo heyrast þessi svakalegu öskur. Tveim dögum seinna vaknar hann á sjúkrahúsi og hann skilur ekkert í því hvað hann er að gera þar og biður um lækni til þess að fá skýringar.

Læknirinn kemur og býður ferðamanninum góðan dagin og spyr hann svo hvort hann muni einhvað eftir því að hafa farið á klósettið um borð í flugvélinni sem hann flaug með. Ferðamaðurinn svaraði því játandi. Næst spurði læknirinn hvort hann hefði séð rauðan takka sem stóð á „A.T.R only for women.“ Hann svaraði því einnig játandi. Því næst spyr læknirinn hvort hann vissi hvað A.T.R þýddi. Því svaraði ferðamaðurinn neitandi og vildi ólmur fá að vita hvað það þýddi. Og læknirinn svaraði um hæl og sagði A.T.R þýðir Automatic Tampax Remover (Sjálfvirkur túrtappalosari).

2912.

18 Sep

Sonurinn: pabbi læknirinn er hér og vill fá að tala við þig.
Pabbinn: ÆÆi,ég get ómögulega talað við hann segðu honum að ég sé veikur!

2911.

17 Sep

Það var einu sinni hafnfirðingur sem fór í kynlífsbindindi og eftir 2 daga féll hann fyrir eigin hendi.