2896

31 Ágú

Magnús er að bíða við gangbrautarljós, þegar blindur maður kemur ásamt blindrahundi. Nú kviknar á græna ljósinu, en í staðinn fyrir að hjálpa manninum yfir, þá lyftir hundurinn afturlöppinni upp og pissar á eiganda sinn. Blindi maðurinn nær í kexköku úr vasa sínum og gefur hundinum hana. Magnús er furðu lostinn yfir þessu atviki og segir við manninn:

„Ef þetta væri hundurinn minn, þá myndi ég sparka í rassinn á honum.“

Sá blindi svarar rólega: „Ég ætla líka að gera það, en fyrst verð ég að vita hvar hausinn á honum er.“