Sarpur | ágúst, 2013

2896

31 Ágú

Magnús er að bíða við gangbrautarljós, þegar blindur maður kemur ásamt blindrahundi. Nú kviknar á græna ljósinu, en í staðinn fyrir að hjálpa manninum yfir, þá lyftir hundurinn afturlöppinni upp og pissar á eiganda sinn. Blindi maðurinn nær í kexköku úr vasa sínum og gefur hundinum hana. Magnús er furðu lostinn yfir þessu atviki og segir við manninn:

„Ef þetta væri hundurinn minn, þá myndi ég sparka í rassinn á honum.“

Sá blindi svarar rólega: „Ég ætla líka að gera það, en fyrst verð ég að vita hvar hausinn á honum er.“

Auglýsingar

2895.

30 Ágú

Jónas fór í ferðalag til Bandaríkjanna. Við komuna á flugvöllinn er honum heilsað af einum starfsmannanna:

„Góðan dag, herra Sinatra.“

Jónas: „Ég er ekki herra Sinatra. Ég heiti Jónas Jónsson.“

Þegar hann fer inn í leigubílinn segir leigubílsstjórinn: „Góðan dag, herra Sinatra.“

Jónas: „Ég er ekki Sinatra. Ég heiti Jónas Jónsson.“

Þegar hann kemur á hótelið, þá halda allir að hann sé Sinatra, en Jónas leiðréttir það alltaf. Loksins kemst hann þó upp á herbergi. En í rúminu í herberginu hans liggur falleg stúlka og segir: „Halló, Frank.“

Jónas: „Strangers in the night!“

2894.

29 Ágú

Maður gengur inn á bar og býður hverjum sem getur fengið hestinn hans til að hlæja 5000 krónur. Einn af gestunum hvíslar einhverju að hestinum og hesturinn fer samstundis að skellihlæja.

Í næstu viku kemur maðurinn aftur með hestinn. Núna býður hann hverjum sem getur fengið hestinn til að gráta 10.000 krónur. Gaurinn sem fékk 5000 kallinn í síðustu viku fer með hestinn inn á klósett. Hesturinn kemur aftur fram af klósettinu hágrátandi.

Eiganda hestsins finnst þetta nú í meira lagi furðulegt og spyr manninn hvernig hann hafi farið að þessu.

„Sko.“ segir hann. „Í síðustu viku sagði ég hestinum að ég væri með stærra typpi heldur en hann og núna áðan sýndi ég honum það.“

2893.

28 Ágú

Maður er að keyra eftir þjóðveginum og sér þá skilti sem á stendur „SYSTUR MISKUNNAR – VÆNDISHÚS – 10 KÍLÓMETRAR“.

Þessu skilti veitir maðurinn enga athygli og keyrir bara framhjá því. Eftir stutta stund sér hann annað skilti sem á stendur „SYSTUR MISKUNNAR – VÆNDISHÚS – 5 KÍLÓMETRAR“ og núna hlýtur þetta að vera búið.

En eftir stutta stund sér maðurinn skilti sem á stendur „SYSTUR MISKUNNAR – VÆNDISHÚS – NÆSTA BEYGJA TIL HÆGRI.“

Núna er forvitnin alveg að drepa vin okkar, þannig að hann ákveður að beygja til hægri.

Á lóðinni sem hann kemur inn á er steinhús með litlu skilti sem á stendur „SYSTUR MISKUNNAR“. Hann labbar upp tröppur á húsinu og hringir bjöllunni. Til dyra kemur nunna og hún spyr:

„Hvað getum við gert fyrir þig, góði minn?“

Hann svarar: „Ég sá auglýsingar frá ykkur á þjóðveginum og mig langar að forvitnast um þetta hús.“

„Allt í lagi,“ svarar nunnan. „Komdu með mér.“

Nunnan leiðir hann í gegnum ganga og rangala í húsinu þangað til maðurinn er orðinn alveg áttavilltur. Nú stoppa þau við lokaðar dyr þar sem nunnan biður manninn að banka á dyrnar. Það gerir hann og fyrir innan dyrnar er önnur nunna sem heldur á málmkönnu og segir við hann:

„Settu fimmþúsundkall í þessa könnu og farðu svo heim að stóru tréhurðinni þarna við endann á ganginum.“

Maðurinn tekur upp fimmþúsundkrónaseðil, setur hann í könnuna og heldur svo áfram heim að tréhurðinni. Hann opnar tréhurðina og gengur inn um dyrnar, en sér þá að hann er kominn aftur út á bílastæðin. Þar sér hann skilti sem á stendur: „FARÐU Í FRIÐI. ÞÚ HEFUR VERIÐ SVIKINN AF SYSTRUM MISKUNNAR.“

2892.

27 Ágú

Sorgmæddur maður sat við barinn og starði ofan í glasið sitt. Hann hafði setið þar í meira en klukkutíma þegar stór og mikill maður gekk til hans, settist við hliðina á honum, tók drykkinn hans og kláraði hann. Aumingja maðurinn táraðist.

„Æ, láttu ekki svona,“ sagði sá sem drakk drykkinn. „Ég skal kaupa annan drykk handa þér.“

„Nei, það er ekki það sem er að,“ sagði maðurinn volandi.

„Þessi dagur hefur verið sá versti í lífi mínu. Ég svaf yfir mig og var of seinn í vinnuna. Yfirmaður minn rak mig. Þegar ég kom út af skrifstofuni uppgvötaði ég að bílnum mínum hafi verið stolið. Ég veifaði leigubíl á götunni en fann þá út að ég hafði gleymt veskinu heima þannig að ég gekk alla tólf kílómetrana heim til mín. Þar fann ég konuna mína í rúminu með nágranna okkar, þannig að ég tók bara veskið mitt og kom hingað. Og þegar ég var um það bil að fara að binda endi á líf mitt kemur þú og drekkur eitrið mitt.

2891.

26 Ágú

Frekar sóðalegur maður kom inn í banka. Þegar röðin kom að honum sagði hann við gjaldkerann, sem var kona: „Ég ætla að opna helvítis reikning hjá þér.“

„Sjálfsagt, herra,“ svaraði konan. „En það er nú óþarfi að nota svona orðbragð.“

„Skilurðu þetta ekki?“ sagði maðurinn. „Ég ætla bara að opna fjandans reikning hjá þér!“

„Alveg sjálfsagt,“ sagði konan. „En vertu svo vænn að nota ekki þetta orðbragð.“

„Leyfðu mér bara að opna þennan helvítis reikning.“

„Ég held ég verði bara að tala við bankastjórann“ svaraði konan, fór fram og kom aftur með virðulegan miðaldra mann með sér.

„Ég vann tíu milljónir í lottóinu um daginn.“ sagði maðurinn frekjulega við bankastjórann. „Allt sem ég vil gera er að opna helvítis reikning hjá ykkur!“

„Ég skil“ sagði bankastjórinn. „Og er helvítis tíkin með einhver vandræði?“

2890.

25 Ágú

Á efstu hæð í skýjakljúfi í stórborg var bar. Á barnum var einn náungi sem var orðinn mjög fullur. Hann bað þjóninn um tequila, síðan fór hann út á svalir og stökk niður. Nokkrum mínútum síðar birtist hann aftur á barnum, alveg sprelllifandi. Þetta endurtók sig nokkrum sinnum.

Annar maður, sem hafði verið að fylgjast með þessu spurði manninn hvernig hann færi að þessu: „Þú drekkur og drekkur, hoppar niður af svölunum og kemur aftur lifandi. Hvernig gerirðu þetta?“

„Þetta er ósköp einfalt.“ svarar hinn. „Tequilaglasið færir þér þyngdarleysi. Þegar ég er að því kominn að lenda á jörðinni, þá hægi ég á mér og lendi mjúklega. Þetta er mjög gaman. Þú ættir að reyna þetta.“

Maðurinn er orðinn mjög spenntur og ákveður þess vegna að reyna þetta. Hann fer á barinn, fær sér tequila, fer út á svalir, stekkur niður, en lendir harkalega niðri á jörðinni og deyr.

Barþjónninn lítur hatursaugum á þann sem eftir er og segir: „Þú mátt ekki láta svona þegar þú ert fullur, Súperman.“