1969.

23 Jún

Maó, Brésnéf og Dúbsjék voru í flugferð. Flugfreyja tilkynnti:

„Góðir farþegar, það gleður okkur að geta tilkynnt að Jesús Kristur er með okkur. Hann mun ganga um og veita hverjum farþega eina ósk.“

Kristur kemur inn og gengur til Maós.

„Hvers óskarðu þér?“ spyr Kristur.

„Að allir rússneskir endurskoðunarsinnar hverfi burt úr jarðríki,“ sagði Maó.

„Ágætt,“ svaraði Jesús og sneri sér að Brésnéf.

„Hver er þín ósk?“ spurði Jesús.

„Að allir kínverskir klofningssinnar séu úr sögunni,“ sagði Brésnéf.

„Þá það,“ sagði Jesús og fór til Dúbsjéks.

„Jæja, hvers óskar þú?“ spurði hann.

„Félagi Jesús,“ sagði Dúbsjék, „ætlarðu virkilega að uppfylla óskir þeirra?“

„Auðvitað“ svaraði Jesús, „ég er almáttugur.“

„Jahá…,“ sagði Dúbsjék, „þá ætla ég bara að fá einn bolla af kaffi.“

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: