Sarpur | júní, 2013

2350.

30 Jún

Afgreiðslumaðurinn í lyfjabúðinni: „Það er Skoti úti sem vill fá eitur fyrir tíu pens til að geta framið sjálfsmorð. Hvernig get ég bjargað manninum?“

Lyfsalinn: „Segðu honum að skammturinn kosti tuttugu pens.“

Auglýsingar

2349.

30 Jún

„Það er best að ég fari núna. Vertu ekkert að hafa fyrir því að fylgja mér til dyra.“

„Það er engin fyrirhöfn. Það er ánægja!“

2348.

30 Jún

„Þegar ég var sjö ára fór pabbi með mig í dýragarðinn.“

„Og vildu þeir taka við þér?“

2347.

30 Jún

Þú segir að læknirinn hafi bjargað lífi þínu.“

Já, ég hringdi og hann kom ekki.“

2346.

30 Jún

Læknar eru einu mennirnir sem geta sagt konum að fara úr öllum fötunum og sent svo mönnunum þeirra reikning.

2345.

30 Jún

Skóli er staður sem krakkar fara á til að smitast af kvefi af öðrum krökkum, svo að þeir geti verið heima.

2344.

30 Jún

Nei, mér finnst ekki gaman í skólanum. Ég kann ekki að lesa eða skrifa og ég fæ ekki að tala.