Sarpur | maí, 2013

850.

31 Maí

Sumar konur versla eins og þær séu að gera vörutalningu í búðinni.

Auglýsingar

849.

31 Maí

Ungi maðurinn var nýkominn heim úr sumarfríi. Hann mætti í vinnuna á mánudegi, fór inn til skrifstofustjórans og sagði: „Fyrirgefðu en gæti ég fengið frí á föstudaginn? Ég ætla að fara að gifta mig?“

„En þú ert nýkominn úr þriggja vikna fríi!“ sagði skrifstofustjórinn. „Af hverju nottaðirðu það ekki til að gifta þig?“

„Ha?“ sagði ungi maðurinn. „Átti ég að fara að eyðileggja fríið fyrir mér?“

848.

31 Maí

Hlæðu, og heimurinn hlær með þér. Hrjóttu, og þú hrýtur einn.

847.

31 Maí

„Mamma, kennarinn spurði mig í dag hvort ég ætti nokkur yngri systkini sem ekki væru byrjuð í skóla.“

„Og hvað sagði hún þegar þú sagðir að þú værir einkabarn?“

„Guði sé lof!“

846.

31 Maí

Við rákumst á kunningja okkar í fyrradag. Konan mín keyrði bílinn.

845.

31 Maí

Konur fara aldrei yfir á sameiginlegum tékkareikningum hjóna. Það eru bara eiginmennirnir sem leggja of lítið inn.

844.

31 Maí

Baðar hann sig oft? Það þurfti að brenna húsið til kaldra kola til að ná honum upp úr kerinu.